Í Slútnesi
Höfundur: Örn Friðriksson
Textahöfundur: Einar Benediktsson
Hljóðnar í runnum.
Hljóðnar í runnum og reykir dvína.
Rjóður og heiður en svipur dags
á síðustu eykt til sólarlags
Suðrænan andar um Mývatns strandir.
Nú hvílir svo vær þessi væna byggð
um vatnamiðin sín fáguð og skyggð.
Skútabrúnirnar hýrna og hlýna
Við himinsins bros, sem fer að dvína.
Slútnes það ljómar sem ljós yfir sveit
öll landsins blóm, sem fegurst ég veit
um þennan lága laufgróna reit
sem lifandi gimsteinar skína.
Öll landsins blóm sem fegurst ég veit
sem lifandi gimsteinar skína.
Hljóðnar í runnum og reykir dvína.
Rjóður og heiður er svipur dags
á síðustu eykt til sólarlags.
Suðrænan andar um Mývatnsstrandir.
Nú hvílir svo vær.
Nú hvílir svo vær þessi væna byggð.
Hljóðnar í runnum.